Kannabisræktun í tjaldi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann sem játaði framleiðslu fíkniefna en neitaði sölu þeirra.

Að fenginni heimild var gerð leit í íbúð mannsins og fannst þar talsvert magn kannbisefna í bæði krukkum og poka. Fór framleiðslan fram í tjaldi á staðnum sem búið var að setja upp í þessum tilgangi.

Lögreglan lagði einnig hald á tugi þúsunda í bæði íslenskum krónum og pólskum slotum.

Þetta kom fram á vef Víkurfrétta en þar kemur einnig fram að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum um helgina með fíkniefni í fórum sér. En þar voru um að ræða minniháttar magn og voru öll þau mál afgreidd með vettvangsskýrslum.

Auglýsing

læk

Instagram