Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar landsmenn annaðkvöld

Forsætisráðherra ávarpar þjóðina vegna kórónuveirufaraldursins á RÚV annað kvöld, stuttu áður en samkomubann verður rýmkað, en létt verður að einhverju leyti á banninu á morgun.

FJórða maí verða reglur um samkomubann rýmkaðar og mega þá 50 manns vera í sama rými í einu í staðinn fyrir 20 eins og nú er. Tveggja metra reglan verður þó áfram í gildi.

Börn mega mæta á íþróttaæfingar og í skólann á ný. Af framhaldsskólanemum eru það einungis nemar á verknámssviði sem mæta að nýju til náms.

Að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra Almannavarna, er líklegt að næsta skref í tilslökunum verði opnun sundlauga. Stefnt er á að þær verði opnaðar eigi síðar en í lok maí.

Þetta kemur fram á vef rúv

Auglýsing

læk

Instagram