today-is-a-good-day

Leynilöggan vinnur til verðlauna í Þýskalandi

Leynilöggan heldur áfram landvinningum sínum erlendis og um helgina var hún valin Besta fyrsta mynd leikstjóra (Best Feature Film Debut) á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi – mikill heiður fyrir Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra, Pegasus sem framleiða myndina og alla aðstandendur. Kvikmyndin var opnunarmynd hátíðarinnar sem var haldin hátíðlega á sérstakri gala frumsýningu síðastliðin miðvikudag.

Búið er að tryggja dreifingu í Þýskalandi þar sem hún verður sýnd í kvikmyndahúsum bæði á íslensku með þýskum texta og talsett á þýsku. 
Um hátíðina:
Norrænir kvikmyndadagar í Lubeck er ein elsta hefð kvikmynda hátíða í heiminum – fyrst kynnt af Lubeck Kvikmyndaklúbbnum árið 1956 og síðan tekið yfir af Hanseatic borginni í Lubeck 1971. Þetta er eina hátíðin í Þýskalandi, og Evrópu, sem er helguð kynningu á kvikmyndum frá Norður og Norðaustur Evrópu.
Frá opnuninni á miðvikudaginn:
Verðlauna afhendingin í gær:
Auglýsing

læk

Instagram