Lokuðu ólöglegum bar í Hafnarfirði í gærkvöldi

Lögreglan fékk tilkynningu um opinn bar í Hafnarfirði um hálfáttaleytið í gær.

Þrátt fyrir að búið sé að létta á samkomubanninu og flest veitingahús opin er enn ekki heimilt að hafa skemmtistaði og krár opnar. Var þess vegna um brot á sóttvarnarlögum að ræða. Á barnum var einn starfsmaður og sex viðskiptavinir. Lögreglan vísaði viðskiptavinum á dyr og lokaði barnum.

Þetta kemur fram á vef Rúv

Auglýsing

læk

Instagram