Lokun & Afmælishátíð

27. júní nk mun listakonan Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson halda upp á tvennskonar veislur:  
Sýningarlok á sýningunni Afdrep // Refuge í Wind&Weather Gallerí Hverfisgötu 37 
og hennar eigin afmælishátíð, en hún fyllir upp í enn eitt árið daginn eftir. 

Afdrep // Refuge er tilraun til að tjá tilfinningalegt landslag með því að leita inn á við, fylgja rödd okkar innra barns inn í lendur undirmeðvitundarinnar og dagdrauma. Í rýminu er skapað sérstakt andrúmsloft með þar sem hringrás lífræns niðurbrots og endurbyggingar, taktur og seigla náttúrunnar er í fyrirrúmi.

Sýningin leitast eftir að fanga ákveðið hugarástand sem Ragnheiður hefur verið að rannsaka um árabil. Að finna þann persónulegan stað innra með okkur sem veitir okkur afdrep frá amstri hversdagsleikans. Í verkinu Afdrep leitast Ragnheiður við að færa upplifun inn á við þegar og til baka í náttúrulegra umhverfi þar sem við getum gleymt stund og stað í stundarkorn. Vonast hún eftir að áhorfendur upplifi þetta hugarástand og finni jafnvægið á milli óreiðu og rólyndis. 

,,Það er magnað að vera í miðju ferli um innri ró og að kúpla sig út úr amstri dagsins þegar svo allt lokar og allir þurfa að spreyta sig á þessum hugmyndum heima fyrir. Mér fannst það persónulega mjög magnað og að upplifa í gegnum vini og vinnufélaga hvernig þau tóku á þessu ástandi. Covid staðfærði mig í því að þett ástand sem ég er að leitast eftir er til en við þrufum að fá tíma frá klikkuninni og amstrinu til að upplifa það og lifa í jafnvæginu,“ segir Ragnheiður um ferlið og að rétt fyrir sýningar opnun hafi covid „ástandið“ skollið á. 
 
Sýningin hefur staðið yfir síðan í byrjun maí og hefur margt gengið á. Ragnheiður var heppin að vera að sýna í rými sem krafðist ekki fjöldasamkomu eða samkomubanns lokun og fékk því að opna sýninguna 1. maí á þeirri áætlun sem gerð var fyrir c.a. ári. 
Einnig var Ragnheiður að vinna með fræ og plöntur en hún plantaði fræjum bókstaflega inn í sýninguna og vonaðist hún til að út sýningartímabilið myndi rýmið fyllast af plöntum af allskonar tegundum. En þegar leið á maí mánuð og engin fræ farin að láta sjá sig þá fór hún að örvænta. 
 
,,Líklega var það hitinn í gluggarýminu, frá steikjandi sólinni eða minn feill í hvernig ég sáði plöntunum en ekkert gerðist og engin fræ urðu að blómi. Ég var búin að prufa þetta ferli heima hjá mér og allt gekk upp, en aðstæðurnar í gluggunum voru líklega ekki viðunandi fyrir lítil fræ til að blómstra,“ segir Ragnheiður um framgang sýningarinnar. 
,,Þá greip ég til annara ráða og eins og flestir Íslendingar á vorin fór ég í gróðrarstöð og keypti plöntur til að setja smátt og smátt inn í sýninguna þannig að áhrifin yrðu vonandi þau sömu.“ 
,,Ég er hrikalega ánægð með útkomuna þó að heildarkonseptið hafi ekki gegnið upp frá byrjun þá sá ég hvernig hugmyndin mín varð að veruleika. Þannig er listin og gjörningurinn, að prufa sig áfram og breyta farvegi hugmyndarinnar svo að í lok ferlisins er hægt að segja að allt hafi gengið að óskum“. 
Auglýsing

læk

Instagram