Maður með hlaðna byssu ógnaði fólki á Kaffistofu Samhjálpar

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu handtók í hádeginu í dag mann sem ógnað hafði fólki á Kaffistofu Samhálpar, með hlaðinni skammbyssu.

Fjölmörg vitni urðu að atvikinu og greip mikil hræðsla um sig hjá fólkinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir:

„Á tólfta tímanum í dag var tilkynnt um karlmann í nágrenni lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sem grunur var um að hefði skotvopn undir höndum. Brugðist var skjótt við og handtók sérsveit ríkislögreglustjóra manninn á göngustíg við Sæbraut skömmu fyrir hádegi.

Lagt var hald á skotvopnið, en ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Auglýsing

læk

Instagram