today-is-a-good-day

Munasafn RVK Tool kynnir með stolti ókeypis RAFRÆNT Hakkaþon

Munasafn RVK Tool Library kynnir með mikilli eftirvæntingu
Connecting Loops Ráðstefnu og Hakkaþon, viðburð þar sem fyrirlesarar frá öllum
heimshornum munu flytja fræðsluerindi um Hringrásarhagkerfið, réttinn til lagfæringar og
hvernig hægt er að beita þannig hugmyndafræði á hagnýtan hátt. Markmiðið er að auka
þekkingu og meðvitund fólks og hvetja til skapandi hugsunar með hringrás að leiðarljósi.

Connecting Loops býður þátttakendum að fá innblástur frá aðilum sem eru virkir í þessum
málefnum.

Viðburðurinn mun fara fram yfir helgina 27.- 28. nóvember . Ráðstefnunni verður streymt á
netinu með fjölbreyttum erindum og hakkaþonþátttakendur fá aðgang að
Borgarbókasafninu Gerðubergi í Breiðholti á laugardeginum og FabLab í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti á sunnudeginum, til að vinna saman að því að skapa hringrásarlausnir. Helgin markar lok Evrópsku vikunnar um samdrátt í úrgangsmyndun.

„Við stefnum á að styðja við virkar breytingar og verðlauna sigurliðið með þeim stuðning sem þarf til að koma hugmyndinni í framkvæmd og stuðla að nauðsynlegum breytingum til að ná markmiðum Íslands um sjálfbæra þróun til ársins 2030,“ segir í tilkynningu.

„Aldrei efast um að lítill hópur hugsandi, staðfastra borgara geti breytt heiminum; því
það er í rauninni það eina sem hefur nokkurn tímann raunverulega gert það,“
– Margaret Mead

Viðburður: 27. & 28. Nóvember klukkan 10:00 á netinu
Vefsíða viðburðar: https://fb.me/e/5PaF0s09e and https://fb.me/e/13hcA1ecq

Auglýsing

læk

Instagram