Munurinn á inflúensuveiru og kórónuveirunni útskýrður

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, útskýrði í dag á blaðamannafundi muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni. Þetta kemur fram á vef Vísis

„Í grundvallaratriðum er það þannig að flensan, ef við erum að tala um inflúensu, þar eigum við jú bóluefni og þar eigum við jú meðferðarmöguleika sem við höfum ekki gagnvart þessari veiru, allavega ekki ennþá,“ sagði Már.

Hann segir að einkennilega séð séu þó töluverð líkindi á milli veiranna tveggja.

„Þetta er hiti, það er þurr hósti, beinverkir,“ sagði Már.

Tölfræðilega þá eru um 80 prósent þeirra sem smitast með mjög væg einkenni og um tíu til fimmtán prósent verða talsvert veikari.

„Svo er það þessi litla prósenta, kannski fimm til sex prósent sem þarnast þá gjörgæslu og þess háttar.“

Hér fyrir neðan má heyra Má útskýra muninn á fundinum í dag.

Auglýsing

læk

Instagram