Nágrannar í Hafnarfirði veita útigangskisum mat og skjól

Auglýsing

Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel.

Í fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, fært villikisum í Hafnarfirði mat og vatn. Hann komst eftir nokkurn tíma að því að nágranni hans, María Krista Hreiðarsdóttir, var gera slíkt hið sama.

„Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því,” segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum,” segir María og hlær.

Þar sem köttunum fjölguðu ört tóku Eddi og María Krista á það ráð að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir standa um 30 kettir sem þau hlúa vel að. Þau hafa sett upp skjól fyrir kisurnar en þær leita þó mikið inn til þeirra.

Auglýsing

María segir um 5 ketti sem hafa gert sig heimakomna hjá henni en Eddi er með heldur fleiri.

„Ég segi ekki töluna sem ég er með. Ég eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því,” segir Eddi.

Þau segja það dýrt að fóðra alla þessa ketti og sett hefur verið af stað söfnun fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0544-14-661258
Kenntala: 281247-3879

Hér fyrir neðan er viðtal við Edda og Maríu Kristu úr fréttum Stöðvar 2.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram