Auglýsing

Pallaball í beinni

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hertekur stúdíó K100 í samkomubanninu og færir landsmönnum alvöru Pallaball heima í stofu á laugardagskvöldið.

Frábær partý-tónlist, skrítin tónlist og svo auðvitað lögin hans Palla saman í einum graut. Siggi Gunnars verður Palla til halds og trausts í stúdíóinu.

„Ég get lofað því að þegar þetta er komið og yfirstaðið þá eigum við eftir að hlaupa út eins og beljur að vori. Við eigum öll eftir að taka beljudansinn. En þangað til verðum við að vera skapandi og spá í því hvað við getum gert á meðan. Þetta Pallaball í beinni er eitthvað sem ég get gert á meðan,“ sagði Páll Óskar í samtali við K100.is

„Ég er að fara að spila lög sem eru spiluð meira á djamminu en í útvarpi. Lög sem eru kannski svolítið „út úr kortinu“ og „fríkuð“. Sjaldheyrt „stöff“ sem ég gref úr mínu einkasafni,“ bætti hann við.

Fjörið hefst næstkomandi laugardag, kl 21:30, í beinni útsendingu í útvarpinu, sjónvarpinu og á netinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing