Rúrik fékk einstakt málverk frá Gunnari

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason fékk einstaklega hjartnæmt málverk sent frá Gunnari Valdimarssyni, húðflúrara og listamanni, í gær. Gunnar er einn færasti húðflúrari okkar Íslendinga og rekur hann vinsæla stofu í Noregi.

Málverkið er af Rúrik og móður hans, Þóru Ragnarsdóttur, og er málað eftir ljósmynd af þeim mæðginum sem tekin var á HM 2018. Þóra lést í apríl á þessu ári eftir stutta baráttu við krabbamein.

Auglýsing

læk

Instagram