Saga Heru Bjarkar er komin í Sjónvarp Simans

Þung skref – Saga Heru Bjarkar er ný heimildarmynd eftir Ingu Lind Karlsdóttur þar sem fylgst er með bataferli og upprisu söngkonunnar Heru Bjarkar Þórhallsdóttur sem gafst upp á að standa ein í baráttu við offitu og leitaði sér hjálpar. Inga Lind fylgdi Heru Björk eftir í þrjú ár eftir að gerð var á henni offituaðgerð sem kölluð er magaermi.
Eins og margir glímdi Hera Björk við eigin fordóma fyrir aðgerðum eins og þessum og talar opinskátt um allt það sem orsakað hefur og fylgt baráttunni við ofþyngdina. Hún hefur merkilega sögu að segja, sögu sem á erindi við okkur öll, sögu áfalla og upprisu, vona og vonbrigða, sigra og ósigra.
„Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þegar ég kyngi stoltinu. Ég veit að það standa miklu fleiri en ég í þessum sporum. Ef þetta gengur vel hjá mér þá verður vegferð mín kannski öðrum til hvatningar og hjálpar.”
Heimildarmyndin er í tveimur hlutum og er komin í Sjónvarp Símans Premium.
Auglýsing

læk

Instagram