Auglýsing

Skotið á rúður í Kópavoginum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. Á öðrum staðnum fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði. Húsráðendum var eðlilega mjög brugðið vegna þessa, en talið er að loftbyssa hafi verið notuð við verknaðinn.
Þau sem kunna að búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglustöðina á Dalvegi 18 í Kópavogi í síma 444 1000.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing