Spunatónleikar Hjartar úr Hjaltalín

Tónlistamaðurinn Hjörtur Ingvi, úr hljómsveitinni Hjaltalín, leikur spunatónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit þann 27. júní 2021 klukkan 16:00.

Tónleikarnir eru hluti af sólóverkefninu 24 myndir, sem eru spuna- einleikstónleikar þar sem tónlistarmaðurinn spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar úr öllum 24 tóntegundunum; dúr og moll, á píanó.

Hjörtur Ingvi fær innblástur frá tónleikastaðnum eða náttúrunni hverju sinni og eru engir tveir tónleikar eins.

„Ég vinn mikið með fólki sem hefur önnur aðalhljóðfæri en píanó, svo sem söngvurum, gítarleikurum og svo framvegis. Það er mjög gefandi, því þessir nemendur hafa sérstaka sýn á tónlist sem litast af þeirra hljóðfæri,“ segir Hjörtur í samtali við albumm.is en samhliða öðrum verkefnum kennir hann á píanó við Menntaskólann í Tónlist.

Auglýsing

læk

Instagram