Auglýsing

Steinunn Ólína um Katrínu Jakobs:,,Stórhættulegur forsætisráðherra”

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, birtir harðorða pistil á vef Kvennablaðsins í dag.

Í pistlinum segir hún Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vera með tilætlunarsemi og yfirlæti og að hún valdi engan veginn starfi sínu. Hún sé hreinlega stórhættulegur forsætisráðherra.

,,Skrípaleikurinn í kringum skimanir á landamærum Íslands verður sífellt skrýtnari og umræðan enn skringilegri. Um margra mánuða skeið hefur ríkisstjórn Íslands reitt sig á greiðasemi og fjárútlát erlends stórfyrirtækis til að tryggja lýðheilbrigði án þess að hafa um verklagið nokkurn samning,“ svona hefst pistill Steinunnar.

,,Ég minni á að þetta er sama fólkið og ætlar að reyna að tryggja opnun geðdeilda í sumar? Hvað næst? Ríkisstjórn íslands biður hjartveika að veikjast ekki fyrr en í haust sökum lokana eða þræða sig bara heima fyrir? Sama ríkisstjórn sem ætlar að tryggja sálfræðiþjónustu sem fjármálaráðherra sér enga leið enn færa til að ríkið greiði fyrir. Sama ríkisstjórn og getur ekki með neinu móti samið við framlínustarfsfólk á sjúkrastofnunum, í lögreglunni eða í umönnunarstörfum. Ég þarf ekkert að halda áfram, fyrirsagnir blaðanna og áköll framantalinna eru ljóslifandi fyrir hugsskotssjónum okkar allra.“

Hún segir Kára ekki bera skyldu til gera nokkurn skapaðan hlut.

,,Um geðslag Kára Stefánssonar þarf ekki að fjölyrða því það skiptir bara engu andskotans máli hvernig hann er innréttaður. Það er algjört aukaatriði hér. Hann er ekki þjóðkjörinn einstaklingur. Það er hinsvegar Katrín Jakobsdóttir sem bregst nú sem endranær og sýnir svart á hvítu að hún veldur enganveginn hlutverki sínu og er beinlínis, með tilætlunarsemi, og yfirlæti, stórhættulegur forsætisráðherra.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing