Stökkar ofnbakaðar sætkartöflu franskar

Hráefni:

  • 1 stór sæt kartafla eða tvær minni
  • 2 tsk maíssterkja
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • 1/2 tsk reykt paprika
  • örlítið af cayenne pipar
  • 2 msk ólívuolía
  • salt eftir smekk

Aðferð:

1. Afhýðið og skerið kartöfluna í strimla, c.a 1 cm á þykkt. Leggið strimlana í stóra skál með ísköldu vatni og leyfið þeim að standa í því í um 1 klst. Þetta dregur sterkjuna úr kartöflunum og þær verða stökkari fyrir vikið.

2. Takið þær úr vatninu og þerrið þær með eldhúspappír. Setjið þær í skál ásamt 2 tsk maíssterkju og hristið þetta vel saman. Setjið næst ólívuolíu ásamt kryddunum saman við (geymið saltið þar til á eftir) og blandið þessu mjög vel saman. Gott er að hrista skálina vel.

3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið kartöflunum á plötuna. Bakið þetta í um 30-40 mín á 200 gráðum. Þegar þær eru að verða tilbúnar er gott að slökkva á ofninum og leyfa þeim að standa í honum áfram í um 5 mín. Rétt áður en þær eru bornar fram eru þær kryddaðar til með salti.

Auglýsing

læk

Instagram