„Það er óhætt að fara hraðar og brattar í þetta en við héldum sem er bara ánægju­leg­t“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa stærri samkomur í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Var upphaflega lagt upp með það að hækka leyfileg fjöldamörk samkoma úr 50 manns í 100 manns. Á fundi Almannavarna í dag sagði Þórólfur að það sé nú ljóst að farið verði í stærri tölur.

„Það er óhætt að fara hraðar og brattar í þetta en við héldum sem er bara ánægju­leg­t.“ sagði Þórólfur.

Ennþá eru þær reglur í gildi um að allir sem koma hingað til lands þurfa að fara í tveggja vikna sótt­kví.  Gilda þær reglur til 15.maí en Þórólfur segir ljóst að þær reglur verði framlengdar.

„Það er brýnt að taka ákvörðun um hvað tek­ur við eftir þetta.“

„Það eru allar líkur á því að ég muni leggja til við heil­brigð­is­ráð­herra að fram­lengja þær ráð­staf­anir sem nú eru við lýði tíma­bundið þar til við fáum ­góðar nið­ur­stöður í hvernig end­an­legar aðgerðir eiga að vera varð­andi landa­mæri Ís­lands. Við flýtum okkur ekki mjög hratt í því en gerum þetta eins vel og hægt er.“

Hann segir að tryggja þurfi að veiran komi ekki aftur hingað og önnur bylgja skelli á, en þrátt fyrir það þurfi íslenskt samfélag á því að halda að hér verði opnað fyrir ferða­mennsku af ein­hverju tag­i.

Auglýsing

læk

Instagram