Þetta er að bresta á! Allt sem þú þarft að vita fyrir Jólagesti Björgvins á laugardag

Eins og áður hefur komið fram munu Jólagestir Björgvins í ár verða í beinni úr Borgarleikhúsinu laugardaginn 19. desember klukkan 20:00 og geta allir landsmenn keypt sér aðgang í gegnum “pay per view” og streymi.

„Við vitum að mörg ykkar eru að skipuleggja kvöldið vel og mætið í stofuna í annað hvort í fínasta pússi eða í ykkar bestu jólanáttfötum. Við viljum sjá ykkur og höfum ákveðið að opna sérstakt Zoom spjall þar sem miðahafar geta tekið þátt í Jólagestum rafrænt,“ segir í tilkynningu frá Senu.

„Rásin er opin fyrir 500 manns en um 50 heimili munu sjást af og til á meðan tónleikum stendur. Björgvin sjálfur mun tala við ykkur og hver veit nema við tökum eitt óskalag frá Zoom áhorfendum okkar?“

„Athugið að tengillinn opnast kl. 19 á tónleikadag en ekki fyrr. Vistaðu tengilinn og sjáumst á laugardaginn!“

Zoom tengill

„Við mælum sérstaklega með því að þið virkið kóðana ykkar strax ef þið hafið ekki þegar gert það, við getum þá aðstoðað ykkur strax ef eitthvað virkar ekki. Við viljum forðast að fólk lendi í vandræðum á tónleikadag.“

„Ef þið eruð með streymiskóða þá er mikilvægt að virkja kóðann í því tæki sem þið hyggist nota til að horfa á tónleikana, þar sem ekki er hægt að virkja kóðan á mörgum stöðum í einu. Hinsvegar ef þú ert búin/n að virkja kóðan og einum stað og vilt breyta, þá er það lítið mál.“

Þið finnið leiðbeiningar á jolagestir.is/svor

Forsöluverðinu lýkur á miðnætti á morgun fimmtudag!

Forsöluverðinu á tónleikana lýkur á miðnætti á morgun fimmtudag. Verðið mun þá hækka úr 3.900 kr. í 4.300 kr. Við hvetjum því þá sem eiga eftir að kaupa miða til að hafa nú hraðar hendur og tryggja sér miða strax áður en verðið hækkar.

Auglýsing

læk

Instagram