Tímamótadansverk, Hvítt – Flutt í Tjarnarbíó á Vorblóti

Nýtt dansverk,  Hvítt – verður frumflutt í Tjarnarbíó sunnudaginn 6. júní,  dansarar í sýningunni eru Afi, tvær Ömmur, foreldrar og systir höfundar verksins, Ragnheiðar S. Bjarnarson.

Ragnheiður samdi verkið með nánustu fjölskyldu í huga, elstu dansarar eru 76, 75 og 74 ára en það eru tvær ömmur Ragnheiðar og afi, þau eru Amma Steina – Steinunn Sigurðardóttir sólodans,  Amma Sigga, Sigríður Stefánsdóttir, og Afi Árni, Árni Steingrímsson. Á meðan Covid 19 stóð yfir var fjölskyldan að æfa verkið bæði saman og á Teams meating. Þrátt fyrir að sumir dansarar hafi ekki dansað áður þá hafa allir staðið sig framar vonum.

Verkið er eins og dansandi ættarmót, þrjár kynslóðir dansa saman í mjög tilfinningalegu dansverki. Dansarnir eru unnir í spuna,  fagurfræðina sækir Ragnheiður í mínímalísmann, video verk og Butoh -japönsku samtímadanshefðina.

Verkið er mikið tilfinningaverk unnið út frá höfuð tilfinningum, hamingju, sorg og náttúruböndum mannsins.

„Það var í raun ekkert erfitt að sannfæra þau um að vera með, ég hitti þau eitt af öðru og nefndi hugmyndina. Allir tóku vel í hana og hafa staðið sig með príði á æfingum.“ segir Ragnheiður,

„Ég hlakka bara til að sýna verk með mínu nánasta fólki. Þau eru öll eðal dansarar og ég mæli með því að mæta og sjá þau hreyfast um rýmið“.

Auglýsing

læk

Instagram