Töfranámskeið fyrir börnin

Herra Töframaður verður með Töfranámskeið fyrir 5 ára og eldri á Reykjavík Fringe hátíðinni í Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.

Þetta ógleymanlega námskeið mun kenna nemendum allt sem þeir þurfa að vita um listina við að töfra ásamt því að læra að gera fjölskyldu sína og vini orðlaus yfir töfrabrögðunum.

„Nemendur munu öðlast sjálfstraust til að tala hátt og skýrt ásamt því að læra töfrabrögðin skref fyrir skref. Það að töfra og það að tala á almannafæri helst í hendur og þegar þú kennir barni hvort tveggja þá gerist eitthvað stórkostlegt. Í hvert skipti sem þau sýna foreldri, vini eða fjölskyldumeðlimi hæfileika sýna í töfrabrögðum sýna öðlast þau meira sjálfstraust í því sem þau eru að gera,“ segir í tilkynningu.

„Ekki missa af þessu töfrandi tækifæri! Augu barnsins munu lýsa upp þegar þau upplifa sjónhverfingu sína í fyrsta skipti og þegar þau læra leyndarmálið á bak við hvert töfrabragð.“

4. 6 og 8. júlí frá 17:00 – 18:00

10. júlí frá 15:00 – 16:00

Aðalstræti 2, 101 Reykjavik

Auglýsing

læk

Instagram