„Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag”

Kvöldvakan Heima með Helga Björns, var sýnd í Sjónvarpi Símans, á útvarpsstöðinni K100 og streymt á Mbl.is síðastliðið laugardagskvöld.

„Ég hef fengið svakalega mikil og góð viðbrögð við tónleikunum og mér skilst að það hafi verið rosalega mikið áhorf. Sérfræðingar í samfélagsmiðlafræðum sögðu að það hefði nánast allt farið á hliðina þar. Ég hef þeirra orð fyrir því, ég er ekki sérfræðingur í þeim efnum,“ segir Helgi í samtali við k100 á mbl

Söngkonan Salka Sól Eyfeld söng á kvöldvökunni með Helga ásamt Reiðmönnum vindanna. Aðspurður segist Helgi ekki getað neitað því að borist hafi óskir um að endurtaka leikinn.

„Þetta hefur verið rætt heilmikið og verið að pressa aðeins á það. Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag, í ljósi þess hversu ánægt fólk var með þetta. Allir vilja meira. Mér finnst gaman að geta brugðist við því. Fyrst það fór svona vel ofan í fólk hvernig við gerðum þetta ætlum við að halda þessu á sömu nótum, alveg óþarfi að skipta um formúlu. Við höfum þetta einfalt og bjóðum heim í stofu og sýnum í Sjónvarpi Símans, á útvarpsstöðinni K100 og streymum á Mbl.is.“

Auglýsing

læk

Instagram