WAB air boðar til blaðamannafundar í Perlunni

Stofnendur WAB air munu væntanlega kynna nýtt nafn flugfélagsins og fara yfir framtíðaráætlanir þess í dag. En boðað hefur verið til blaðamannafundar í Norðurljósasal Perlunnar kl 10.30.

WAB air er flug­fé­lag sem tveir fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá WOW air ásamt hópi fjár­festa hafa unnið að því að koma í loftið frá því síðla í vor. Þeir sem staðið hafa að stofnun flug­fé­lags­ins hafa ekk­ert tjáð sig um stöðu mála né fjár­mögnun frá því að ferlið hófst og því við­búið að á fundinum í dag verði sýnt í fyrsta sinn á spil­in.

Í júní var greint frá því í Frétta­blað­inu að WAB air, sem stendur fyrir „We Are Back“, væri meðal ann­ars að und­ir­lagi Avi­anta Capital, írsks fjár­fest­ing­ar­sjóð­ar, sem hefði skuld­bundið sig til að leggja félag­inu til 40 millj­­ónir dala eða jafn­­virði rúmra fimm millj­­arða króna í nýtt hluta­­fé. Gert er ráð fyrir því að flug­­­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­­staða í Evr­­ópu og Banda­­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­­­fé­lag­inu. Þá var stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­­menn yrðu ráðnir til flug­­­fé­lags­ins á tólf mán­uð­um. Jafn­­framt var gert ráð fyrir því að velta félags­­ins myndi nema tutt­ugu millj­­örðum króna á næsta ári.

Þetta kom fram á Kjarnanum.

Auglýsing

læk

Instagram