430 milljónir króna í húfi fyrir leikinn gegn Króötum

Mikil spenna er fyrir leik Íslands og Króatíu á HM á morgun en Ísland á enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Það þarf þó ansi margt að gang upp og hægt er að skoða möguleika Íslands í nýju forriti sem Nútíminn sagði frá í dag. Fjárhagslega er einnig mikið í húfi. Takist íslenska liðinu að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit á KSÍ von á minnst fjórum milljónum dala í viðbót við það verðlaunafé sem sambandið hefur þegar fengið í riðlakeppninni að því er kemur fram í frétt Vísis. 

KSÍ hefur þegar tryggt sér um átta milljónir dala eða rúmlega 860 milljónir króna í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppninnni á HM. Ef íslenska liðinu tekkst að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit á móti Króötum fær KSÍ því fjórar milljónir dala í viðbót eða rúmlega 430 milljónir króna á gengi dagsins.

Hvert lið fær svo 1,5 milljónir dala, rúmlega 160 milljónir króna, í undirbúningskostnað frá FIFA. Sá peningur á að dekka þann kostnað sem fellur á knattspyrnusamböndin vegna mótsins.

KSÍ hefur því fengið að minnsta kosti 9,5 milljónir dala, eða rétt rúman milljarð króna, frá FIFA vegna mótsins nú þegar. Kostnaður knattspyrnusambandsins vegna HM er þó talsverður en einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins og að leikmenn liðsins fái bónusgreiðslur fyrir þátttökuna á mótinu, líkt og gert var eftir EM fyrir tveimur árum.

 

Auglýsing

læk

Instagram