Óli Gull í bænum 14. des

Ólafur Stefánsson gullsmiður hefur smíðað skartgripi í 20 ár og unnið fyrir stærstu skartgripaverslanir landsins. Hann rekur nú verslun á Ísafirði og netverslunina olistefgoldsmith.com.

Hann vinnur mikið með gull, hvítagull, rósagull og demanta í hinum ýmsu litum. Aðpurður segir Óli demantshringa með svörtum demöntum í art deco fíling vera mjög vinsæla hjá honum núna, en hönnun hans er oft mjög klassísk með nútímalegu ívafi.

Óli ætlar að yfirgefa vinnustofu sína á Ísafirði eina helgi í desember, nánar tiltekið þann 14.des og vera með pop-up verslun í Hafnarhúsinu í Reykjavík ásamt fleiri hönnuðum og listamönnum. Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn: Pop-up verslun í Hafnarhúsinu. En einnig má nálgast vörurnar hans Óla hér og hér.

Auglýsing

læk

Instagram