Almar í kassanum verður piparkaka, gjörningurinn hefur áhrif á jólabaksturinn

Jólabaksturinn er hafinn af fullum krafti í eldhúsum landsins og enginn annar en Almar í kassanum varð gómsæt piparkaka í einu af þessum eldhúsum í dag. Útkoman er stórkostleg eins og myndin sýnir.

Sjá einnig: Fannar reyndi að troða sér inn í kassann, greip í spil með Almari

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Elís Pétursson er þekktur fyrir að plokka bassann með hljómsveitum á borð við Jeff Who? og Leaves. Hann bakaði þessa einstöku piparköku í dag.

Piparkakan vísar í einstakt augnablik í vikunni sem vakti gríðarlega athygli og var eflaust einhvers konar hápunktur dvalar Almars í kassanum. Spurður hvort hann hafi verið búinn að ákveða að heiðra Almar áður en baksturinn hófst eða hvort piparkakan hafi orðið til fyrir tilviljun segir Elís: „Bæði“.

Ómeðvitað var ég búinn að leita að rétta vettvanginum til að vinna úr verkinu en það leystist í dag.

Almar dvelur í kassanum þangað til í fyrramálið en þá verður vika frá því að gjörningurinn hófst.

Taktu próf: Þekkir þú þessar klassísku jólamyndir ef við gefum þér bara einn ramma úr hverri?

Auglýsing

læk

Instagram