Alþingi samþykkti nýja skilgreiningu á nauðgun

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum. Lögin breytast á þann hátt að samþykki verður í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Í 194. grein laganna sagði áður að „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun“. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun.“

Lögin breytast þannig að samþykki verður í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. 48 af 49 þingmönnum sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna og fjórtán voru fjarverandi. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sat hjá.

Auglýsing

læk

Instagram