Amber Rose situr fyrir ber að neðan á Instagram til að vekja athygli á kynjamisrétti

Athafnakonan Amber Rose birti í gærkvöldi mynd af sjálfri sér á Instagram þar sem hún situr fyrir ber að neðan. Myndin var fljótlega tekin niður og gæti kostað hana bann á samfélagsmiðlinum en nekt er ekki vel séð þar.

Myndinni fylgdi kassamerkið #amberroseslutwalk, eða drusluganga Amber Rose. Hún stendur árlega fyrir slíkri göngu sem á að vekja athygli á kynjamisrétti.

Hún kann sannarlega að vekja athygli á viðburðinum þar sem fjölmargir fjölmiðlar fjölluðu í kjölfarið um myndina og á Twitter var útspilið að sjálfsögðu rætt í þaula.

Hér má finna upplýsingar um göngu Amber Rose en myndina má sjá hér fyrir neðan.

Amber Rose varð heimsfræg þegar hún var kærasta Kanye West. Í kjölfarið lenti hún í deilum við Kim Kardashian en þær hafa grafið stríðsöxina. Undanfarið hefur hún vakið athygli á kynjamisrétti og umrædd ganga er liður í þeirri baráttu.

Auglýsing

læk

Instagram