Arcade Fire notar Promogogo

Promogogo er markaðslausn fyrir tónlistarmenn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Mobilitus. Hljómsveitin Arcade Fire notar lausnina. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Promogogo mælir sölutölur, heldur utan um samskipti hljómsveitar eða tónleikahallar við aðdáendur og safnar gögnum í ítarlegan gagnagrun sem nýtist í markaðssetningu á tónlist.

Einar Örn Benediktsson, sérfræðingur hjá Promogogo, segir segir í Viðskiptablaðinu að það þýði ekkert að fara í neinar grafgötur með að þeir sem búa til tónlist og vilji koma henni á framfæri þurfi að selja sig. „En hvernig þú gerir það getur þú lært í gegnum Promogogo,“ segir hann.

Hljómsveitin Arcade Fire er búin að nota þetta síðan í mars. Síðan höfum við verið að vinna fyrir Lykke Li.

Á meðal efnis sem Promogogo nýtir til markaðssetningar eru myndir sem aðdáendur hljómsveita taka á tónleikum og deila sjálfir meðal vina sinna.

„Sumir merkja myndirnar sínar ekki sérstaklega en deila þeim samt,“ segir Einar Örn. „Ég sem hljómsveit hef áhuga á að sjá hver sé upplifunin hjá fólki. Þá get ég tekið þessar myndir og deilt þeim aftur til stærri hóps af fólki og sagt: „Þetta er það sem ég var að gera!“

Einar segir merkilegt að fólk kaupir ekki miða þegar það sér tónleikamynd af hljómsveitinni. „Það kaupir miða þegar það sér að það er fjör á tónleikum. Ef það sér svita og tár, þá kaupir það miða.“

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram