Aron Mola og heitustu tónlistarmenn landsins hvetja ungt fólk til að kjósa með risatónleikum

Vakan er átak til að hvetja ungt fólk til þess að mæta á kjörstað í Alþingiskosningunum þann 28. október næstkomandi. Aron Mola fór á stúfana fyrir Nútímann í vikunni og spjallaði við listamenn sem koma fram á stórtónleikum Vökunnar í Valshöllinni að kvöldi kjördags. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti, Hildur, Páll Óskar, Sturla Atlas, Sylvía Erla, Aron Can, Góði Úlfurinn, Flóni, GDRN, Úlfur Úlfur, FM Belfast, Cell7, Birnir, Yamaho, Joey Christ, Unnsteinn, Gus Gus og Snorri Ástráðs koma fram á tónleikunum. Eini aðgöngumiðinn er að mæta á kjörstað.

Til að sýna fram á að fólk hafi mætt á kjörstað þarf þaðbara að smella af sér einni sjálfu við skilti sem er merkt er Vökunni sem verða við alla kjörstaði á höfuðborgarsvæðinu. 

Auglýsing

læk

Instagram