Baltasar Kormákur opnar kvikmyndahátíðina í Feneyjum

Kvikmyndin Everest, eftir Baltasar Kormák, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem hefst 2. september. Stórmyndin Birdman opnaði hátíðina í fyrra og tryllirinn Gravity árið þar áður.

Sjá einnig: Taugatrekkjandi brot úr nýjustu mynd Baltasars

Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í henni ásamt Jake Gyllenhaal, Keiru Knightley, Robin Wright, Josh Brolin, Emily Watson og Sam Worthington.

Sjá einnig: Brjálað að gera hjá Balta

Myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.

Auglýsing

læk

Instagram