Bandarísk stúlka sem byrjaði að læra íslensku í fyrra kann þjóðsönginn betur en þú

Hin 18 ára gamla Marjorie Westmoreland frá Texas í Bandaríkjunum kenndi sjálfri sér íslensku og kann núna þjóðsönginn betur en flestir Íslendingar. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Fjallað er um Marjorie í mbl.is. Þar kemur fram að hún hafi byrjað að læra íslensku fyrir átta mánuðum með því að horfa á myndbönd á Youtube, hlusta á upptökur og lesa íslenskar bækur. Hún söng þjóðsönginn í brúðkaupi í janúar.

Móðir Marjorie segir í samtali við mbl.is að hún sé með einhverfu og sé einstaklega fær í tungumálum og að hún hafi líka lært rússnesku, grísku, úkraínsku og þýsku. „En íslenskan er í uppáhaldi hjá henni. Hún er heilluð af landinu og elskar að lesa um menninguna, söguna og tungumálið. Hún þráir að heimsækja Ísland einn daginn,“ segir hún á mbl.is.

Hún segir einnig að Marjorie hafi sent Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, bréf á íslensku og að sjálfsögðu svaraði Guðni henni. „Henni þótti það mjög spennandi.“

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram