Bankamenn buðu Örnu Ýr 600 þúsund fyrir að koma með í siglingu: „Viss um að þetta sé kókaín-nauðgunarpartý“

Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland árið 2015, sagði fylgjendum sínum á Snapchat í gærkvöldi frá því að henni hefði borist ansi undarlegt boð frá bankamanni í Sviss. Maðurinn, ásamt fjórum vinum sínum, óskaði eftir því að taka Örnu með í viku siglingu í Karíbahafinu.

Í póstinum sem lesa má í heild hér að neðan má sjá að Örnu er boðið flug á staðinn og um 600 þúsund krónur ef hún samþykkir boðið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arna fær svona boð en skömmu eftir að hún vann titilinn Ungfrú Ísland árið 2015 var henni meðal annars boðnar nokkrar milljónir fyrir svipaða ferð til Dúbæ.

Arna Ýr segir í samtali við Nútímann að boð sem þessi geti að sjálfsögðu virkað freistandi í fyrstu. „Fyrst þegar ég fékk svona póst fannst mér þetta auðvitað bara spennandi, sá fyrir mér að taka bara vinkonu með mér og hafa gaman,“ segir hún.

Auðvitað vissi ég samt að þetta væri stórhættulegt og þess vegna svaraði ég ekki.

Arna segist aldrei hafa svarað póstum sem þessum og vill vara stelpur við slíkum gylliboðum. „Þetta er ótrúlega hættulegt og sama hversu mikill peningur er í boði þá er ég 100 prósent viss um að þetta yrði bara kókaín-nauðgunarpartý.“

Umrædd skilaboð má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram