Auglýsing

Bára talin hafa brotið persónuverndarlög – Gert skylt að eyða upptökunum af Klausturbar

Stjórn Persónuverndar hefur komist að þeirru niðurstöðu að Bára Halldórsdóttir hafi brotið persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Hún mun ekki þurfa að greiða sekt en henni hefur verið gert skylt að eyða upptökunum. Þetta kemur fram á vef Viljans.

Sjá einnig: Hvort eru ummælin úr klausturgate eða íslensku rappi? – Taktu prófið!

Persónuvernd hefur haft málið til umfjöllunar síðan í desember þegar lögmaður fjögurra þingmanna úr Miðflokknum sendi stofnuninni bréf þar sem var krafist þess að málið yrði rannsakað. Kröfum þingmannanna var hafnað í héraðsdómi og síðar í Landsrétti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing