Benedikt segir nöfn íslenskra stjórnmálaflokka vera blekkingu: „VG hvorki vinstri næ græn og Píratar aldrei farið á sjó“

Benedikt Traustason birti í gær ansi áhugavert tíst á Twitter þar sem hann bendir á að nöfn íslenskra stjórnmálaflokka sé kannski ekkert sérstaklega lýsandi. Hann segir að í nöfnum flokkana felist furðulegar andstæður við það sem flokkarnir segist standi fyrir. Tíst Benedikts hefur fengið töluverða athygli.

Benedikt segir að stjórnmálaflokkunum á Íslandi skorti traust. „Það er ekki einu sinni hægt að treysta því hvað þessir flokkar heita og ég held að fólk á Íslandi sé almennt komið með leið á stjórnmálum,“ segir hann í samtali við Nútímann.

Benedikt segir að flokkarnir þurfi ekki að skitpa um nöfn heldur frekar standa raunverulega við það sem þeir segjast standa fyrir. „Þessir flokkar ættu að byrja á því að standa við eigin nöfn áður en þeir fara að lofa öðru,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram