Auglýsing

Bergþór og Karl biðjast afsökunar: „Varð mér þar hressi­lega á í mess­unni hvað munn­söfnuð varð­ar“

Í gærkvöldi fjölluðu Stundin og DV um upptökur þar sem þingmenn Miðflokksins heyrast tala með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn í samtölum sín á milli. Þeir Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafa beðist afsökunar á ummælum sínum sem beindust gegn Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.

Stundin segir frá því að Berg­þór Óla­­son hafi kallað Ingu Sæland, for­­mann og stofn­anda Flokks fólks­ins, „húrr­andi klikk­­aða kunt­u“. Hann skrifaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi að hann hafi nú þegar rætt við hana og beðið hana afsökunar á því hvernig hann talaði um hana. Hann segir að samstarf við Flokk fólksins hafi verið með miklum ágætum síðasta árið og málefnalegur samhljómur sé um marga hluti.

„Í kvöld hafa verið fluttar fréttir af hitt­ingi sex þing­manna á hót­el­bar í lið­inni viku. Eins og fram hefur komið varð mér þar hressi­lega á í mess­unni hvað munn­söfnuð varð­ar, í garð mann­eskju sem hafði ekk­ert sér til sakar unnið til að verð­skulda þá yfir­haln­ingu. Þar virð­ist ég hafa notað orð­færi sem er mér fram­andi og ég veit ekki til að ég hafi áður not­að,“ skrifar Bergþór á Facebook.

Flest þekkjum við að hafa í lok­uðu rými talað óvar­lega, og jafn­vel af ósann­girni um annað fólk, þá sér­stak­lega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk

Karl Gauti Hjaltason sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann segist harma ummælin. Hann segist ekki á förum úr Flokki fólksins og að hann styðji stefnuna og beri traust til formannsins, Ingu Sæland.

„Við höfum unnið að ein­urð fyrir kjós­endur okkar og lagt fram mörg ­góð mál sem við hétum því að vinna að,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing