Bjarki og Viggó spáðu rétt fyrir um úrslitin

Ísland vann Alsír á HM í handbolta rétt í þessu með 32 mörkum gegn 24.

Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Viggó Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, voru með úrslit leiksins á hreinu áður en hann hófst. Viggó og Bjarki voru gestir Þóru Arnórsdóttur í HM-stofunni.

Þegar Þóra bauð þeim félögum upp á að spá fyrir um úrslit leiksins sagði Viggó Íslendinga vinna með átta mörkum. Bjarki bætti svo um betur og skaut á hárréttar lokatölur leiksins og voru þeir sammála um það.

„Mér finnst þetta góð spá,“ sagði Þóra og leikurinn fór svo nákvæmlega þannig.

Næsti leikur Íslands verður á móti Frakklandi á þriðjudaginn.

Auglýsing

læk

Instagram