Bragi Valdimar fékk spjót í gegnum lærið í Rússland: „Versta hugmynd sem ég hef fengið“

Tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason sagði frá ansi áhugaverðir lífsreynslu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Sagan segir frá því þegar Bragi endaði á sjúkrahúsi í St. Pétursborg eftir að hann reyndi að klifra yfir grindverk. Hlustaðu á viðtalið við Braga í spilaranum hér að neðan.

Atvikið átti sér stað árið 2006 þegar hljómsveitin Baggalútur fór í  sigurför til borgarinnar. „Við vorum drifnir þarna yfir í mikla svaðilför til St. Pétursborgar og vorum að spila þarna á mjög furðulegum stöðum. Með kúrekahattana að syngja íslenska tónlist. Þetta var með því súrelískara sem maður hefur gert,“ sagði Bragi í þættinum.

Kvöld eitt eftir að tónleikum lauk fór Bragi á næturklúbb, þegar þaðan var komið slasaðist hann. „Eitt kvöldið vorum við læstir út af hótelinu sem við voru á og ég ákvað að príla yfir grindverk sem er sennilega versta hugmynd sem ég hef fengið,“ segir Bragi sem festist í grindverkinu og fékk spjót í lærið.

Bragi var fluttur á sjúkrahús og þurfti að lengja dvöl sína í Rússlandi. „Sem betur fer fór þetta ekki í gegnum slagæð eða vöðva. Bara í gegnum selspikið á ísbirninum frá Hnífsdal,“ sagði Bragi.

Hlustaðu á skemmtilega sögu Braga hér að neðan

Bragi sagði frá atvikinu í heimildarmynd um ferðina til Rússlands  sem sýnd var í Sjónvarpi Símans

Baggalútur í Rússlandi

Árið 2006 hélt hljómsveitin Baggalútur í sigurför til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Reyndar varð þetta allt annað en sigurför. Og þó. Allt sem átti að gerast, gerðist ekki. Og það sem átti ekki að gerast, gerðist allt. Í myndinni Baggalútur í Rússlandi, er sagan sögð.Sjáðu smá brot úr myndinni sem er nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

Posted by Síminn on Miðvikudagur, 20. júní 2018

Auglýsing

læk

Instagram