Braust inn í sundlaug og fór í gufu

Menn leggja mismikið á sig til að komast í gufu og svitna út syndum síðasta árs.

Maður á þrítugs­aldri braust inn í sund­laug í Hafnar­f­irði í gær­kvöldi, en sund­laug­in var lokuð í gær. Þegar lög­regla kom á staðinn kom í ljós að maður­inn var að nýta sér gufubað sund­laug­ar­inn­ar. Þetta kemur fram á mbl.is.

Lögreglan hafði annars nóg að gera í gær. Í Aust­ur­bæ Reykja­vík­ur var til­kynnt um eign­ar­spjöll þar sem spreyjað hafði verið á hús­næði og bíl sem þar stóð hjá og í Grafar­vogi var til­kynnt um eigna­spjöll á fé­lags­miðstöð. Þar hafði flug­eld­um senni­lega verið skotið á rúðu sem brotnaði.

Í miðborginni vík­ur voru rúður brotn­ar á kjall­ara­í­búð í tveim­ur hús­um og telur lög­regla senni­legt að sparkað hafi verið í þær með þess­um af­leiðing­um.

Auglýsing

læk

Instagram