Byrjað að flytja sturlaða sportbíla til landsins í tengslum við tökur á Fast 8

Eins og fram hefur komið á Nútímanum verður kvikmyndin Fast 8 tekin upp að hluta hér á landi á næstu vikum. Undirbúningur fyrir tökurnar er hafinn og svo virðist sem byrjað sé að flytja sportbíla til landsins.

 

Vegfarandinn Gunnar Már náði þessu myndum af brjálæðislegum Lamborghini sem verið var að flytja áleiðis úr Reykjavík áleiðis í áttina á Mosfellsbæ. Leiða má líkur að því að bíllinn sé á leiðinni á Akranes, þar sem tökur fara fram.

Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum. Myndirnar njóta gríðarlegra vinsælda. Síðasta myndin í flokknum, Furious 7, er til að mynda sjötta tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

RÚV greinir frá því að búið er að koma upp tjöldum við Mývatn og að traktorar séu að hreinsa snjó af ísnum, til að undirbúa tökur.

Kostnaður við leikmyndina eina og sér um eða yfir einn milljarður króna og tökurnar standa yfir frá því í febrúar fram í apríl.

Sjá einnig: 80 bílar fluttir til landsins í tengslum við tökur á Fast 8, tökur hefjast í byrjun apríl

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum vinnur framleiðslufyrirtæki Fast 8 að því að kaupa fjögur skip á Íslandi. Til stendur að sprengja eitt þeirra.

Vísir greindi frá því að tökur færu fram á Akranesi en áætlað er að þær hefjist 4. apríl. Tökur fara einnig fram á norðurlandi og búið er að bóka hótel við Mývatn í þrjár vikur.

Umgjörðin á Akranesi verður Sementsreiturinn og byggingar aflagðrar verksmiðjunnar, bryggjusvæðið við Akraneshöfn og nágrenni Krókalóns.

Auglýsing

læk

Instagram