Costco hefur hækkað verð töluvert á nokkrum mánuðum

Verð á níu vörutegundum af fimmtán hafa hækkað í verslun Costco í Kauptúni undanfarna mánuði. Þetta leiðir verðathugun Fréttablaðsins í ljós en blaðið bar verðið saman við verð á völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ þann 5. september og 3. júlí. Verð fjögurra vara hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði á tímabilinu.

Töluverð umræða hefur skapast í samfélaginu um hækkanir á verði hjá Costco að undanförnu og þá hafa fjölmiðlar einnig sagt frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað hjá fyrirtækinu á undanförnum vikum og mánuðum.

Þær vörur sem hækka mest samkvæmt könnun blaðsins eru Smjörvi, sem hækkaði um 26,4 prósent, rjómaostur frá MS sem hefur hækkað um 20 prósent og Coca Cola sem einnig hefur hækkað um 20 prósent.

 

Auglýsing

læk

Instagram