David Beckham var að eignast fótboltalið og stjörnurnar keppast við að óska honum til hamingju

Auglýsing

Breska knattspyrnugoðið David Beckham greindi í gær formlega frá stofnun fótboltaliðs sem hann hefur komið á laggirnar Bandaríkjunum. Eftir að liðið var kynnt hefur fína og fræga fólkið keppst við að óska Beckham til hamingju en kappinn tók saman myndband með kveðjunum. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Beckham hefur í nokkur ár unnið að því að stofna sitt eigið fótboltaliði sem mun spila í bandarísku MLS deildinni. Liðið verður staðsett í Miami en meðal þess sem tafði framkvæmdirnar voru mótmæli íbúa við staðsetningu leikvangs félagsins.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir Beckham eftir að stofnun liðsins var tilkynnt en hann tók saman kveðjur í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni. Meðal þeirra sem kasta kveðju á Beckham eru Jay Z, Jennifer Lopez og Will Smith.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram