Dorrit syrgir Sám: „Verður alltaf ástin í lífi mínu“

Auglýsing

Sámur, hundur fyrrverandi forsetafrúarinna, Doritt Mousieff, er látinn. Dorrit greinir frá þessu í fræslu á Instagram en Rúv greindi fyrst frá málinu.

Sjá einnig: Ólafur Ragnar og Dorrit láta klóna hundinn sinn: „Þetta er náttúrulega svolítið óhugnanleg veröld“

„Hvíl í friði elsku Sámur. Þú varst alltaf og verður alltaf ástin í lífi mínu,“ skrifar Dorrit en athygli vakti þegar Ólafur Ragnar greindi frá því í útvarpsviðtali á Rás 2 á síðasta ári að Dorrit hyggðist klóna Sám.

„Ég veit nú ekki hvort ég á að segja frá því hérna af því að ég hef nú ekki spurt um leyfi frá Dorrit til að segja frá því þannig að þið látið það ekki fara lengra. Sámur er orðinn nokkuð gamall, hann er orðinn 11 ára þannig að Dorrit ákvað að láta klóna hann. Það eru sem sagt tvö fyrirtæki í heiminum sem klóna hunda. Annað er í Texas og hitt er í Suður-Kóreu og það er semsagt búið að því,“ sagði Ólafur í samtali við Rás 2.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram