Druslu­gang­an geng­in í sjö­unda sinn á morgun

Á morgun, laugardag, verður Druslu­gang­an geng­in í sjö­unda sinn. Gang­an í Reykjavík hefst við Hall­gríms­kirkju klukk­an 14:00 og verður gengið þaðan niður á Skóla­vörðustíg og Lauga­veg. Gangan end­ar svo á Aust­ur­velli, þar sem ræður og tónleikar taka við. Gangan mun einnig fara fram á Akureyri og hefst sú ganga við bílastæði Myndlistarskólans á Akureyri klukkan 14:00.

„Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum,“ seg­ir á Face­book-síðu göng­unn­ar. 

Í ár verður áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en allar upp­lýs­ing­ar um göng­una má finna hér. 

Auglýsing

læk

Instagram