Eigandi dularfulla Ferrari-sportbílsins fundinn

Mikla athygli vakti þegar Aðalskoðun birti á Facebook mynd af stórglæsilegum Ferrari á planinu fyrir utan eina af skoðunarstöðvum fyrirtækisins. Ferrari-sportbílar eru afar óalgeng sjón á Íslandi þrátt fyrir mikið sé flutt inn af dýrum lúxusbílum.

Í DV í dag kemur fram að eigandi bílsins sé leikskólakennarinn Matthildur Guðbrandsdóttir. Hún er eiginkona Baldurs Björnssonar, stofnanda og framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar.

Bíllinn er af gerðinni Ferrari 599 GTB Fiorano og er tveggja sæta, sex gíra skutla. Bíllinn er með V12 612 hestafla vél og aðeins 3,7 sekúndur upp í 100. Hann nær mest 330 kílómetra hraða.

DV vitnar í viðtal við Baldur í Morgunblaðinu frá árinu 2009. Þar segist hann vera með bíladellu:

Ég á kappakstursbíla í útlöndum sem ég keppi á, aðallega á Spáni. Ég á einn Lola Formúlu 3-bíl, og svokallaðan Radical SR3 og síðast en ekki síst Ferrari 599. Þá á ég þrjá góða bíla hér á landi, en allt í allt hef ég komið mér upp sex bílum. Þetta er nokkuð dýrt sport en skemmtilegt og spennandi.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram