today-is-a-good-day

Einn stofnenda Facebook segir að máttur miðilsins sé orðinn of mikill: „Öllu stjórnað af sama fyrirtækinu“

Chris Hughes, einn af stofnendum samfélagsmiðilsins Facebook lýsti yfir áhyggjum sínum yfir stærð Facebook í aðsendri grein í New York Times í gær. Hughes segir að máttur miðilsins sé orðinn of mikill og að þrátt fyrir að hann hafi ekki starfað þar í um 10 ár finni hann til ábyrgðar.

Hughes segist reiður yfir því að Mark Zuckerberg hafi fórnað öryggi fólks til þess að fá smelli og að Mark sé með þráhyggju fyrir því að sjá fyrirtækið vaxa.

Sjá einnig: Annað eistað datt út fyrir þvenginn: Allt það helsta frá stórskemmtilegum blaðamannafundi Hatara

Hughes lýsir því í myndbandi sem fylgir grein hans hvernig Facebook hefur gjörsamlega eignað sér samfélagsmiðlamarkaðinn og sé með ógnarhald á umræðu og upplýsingum almennings. Hann bendir á að 84 prósent alls auglýsingafés á samfélagsmiðlum renni til Facebook

Hughes vill að stjórnvöld leysi fyrirtækið upp og látið það draga aftur yfirtökur á miðlum á borð við Instagram og Whatsapp til þess að hægt sé að koma á fót heilbrigðri samkeppni á samfélagsmiðlamarkaði. Þá vill hann að stofnað verði nýtt embætti sem verndar Bandaríkjamenn frá Facebook.

Mynd­bandið í heild má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Instagram