Ekkert hefur sést til pars í einn og hálfan mánuð, einhver deilir stöðugt efni á Facebook-síðu mannsins

Ekkert hefur sést til parsins Charlie Carver og Kölu Brown í einn og hálfan mánuð, eða frá 31. ágúst. Þau höfðu mælt sér mót við vinkonu hennar það kvöld en létu aldrei sjá sig. Þau búa í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Atvikið var í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þó að vinkonan hafi verið leið að þau hafi ekki mætt. Þegar foreldrar þeirra og fjölskyldur heyrðu ekkert frá þeim og náðu ekki í þau þar sem slökkt var á farsímum þeirra, líkt og kemur fram í umfjöllun The Washington Post um málið.

Þegar farið var yfir öryggismyndavélar við vinnustað Carver sést hann fara úr vinnunni 31. ágúst. Bíll parsins var ekki við heimili þeirra þegar athugað var með þau, dyrnar á húsinu þeirra voru ólæstar og lyfseðilsskyld lyf sem þau tóku höfðu verið skilin eftir.

Gleraugu og linsur Brown voru í húsinu, sem og hundur þeirra Romeo sem hafði einnig verið skilinn eftir. Hundurinn hafði hvort mat sé vatn en bælið hans var horfið. Móðir konunnar segir að dóttir sín myndi aldrei skilja hundinn eftir á þennan hátt, hann hafi verið henni afar kær.

Lögregla hóf rannsókn á hvarfinu en er engu nær eftir einn og hálfan mánuð.

Málið varð enn dularfyllra eftir að hjúskaparstöðu Carver var breytt á Facebook en þar kom fram að þau Brown hefðu gengið í hjónaband 1. september. Viku síðar birtist stutt skilaboð á Facebook-síðunni þar sem kom fram að parið væri heilt á húfi. Skilaboðunum var síðar eytt.

Þetta kom vinum hans og fjölskyldu á óvart þar sem hann hefur ekki verið duglegur að nota Facebook síðustu ár.

Skyndilega var eins og síðan hefði verið hökkuð þar sem sífellt var verið að deila skilaboðum og myndum á vegg Carvers. Við fyrstu sýn virtist þetta vera ruslpóstur en þegar málið var skoðað nánar mátti sjá að margt efnið tengdist parinu. Þá hafa vinir Charlie einnig fengið skilaboð frá honum, eða þeim sem deilir efni í hans nafni.

„Við erum bæði í lagi. Það er aðeins ein manneskja sem veit hvar við erum,“ sagði í einum skilaboðum til vina hans. Þar sgaði einnig að þetta yrði þannig áfram.

Facebook-síða Brown hefur ekki verið uppfærð síðan 27. ágúst.

Auglýsing

læk

Instagram