Ekki þurrt auga í salnum þegar Madonna flutti kraftmikla ræðu um karlrembu og femínisma í tónlist

Madonna var í vikunni heiðruð sem kona ársins á sérstökum viðburði helguðum konum í tónlist á vegum Billboard. Madonna hefur náð ótrúlegum árangri í tónlistarbransanum og á árinu braut hún eigið met sem tekjuhæsti kvenflytjandi allra tíma.

„Það sem ég vil segja við allar konurnar hérna í dag er þetta: Konur hafa verið bældar niður svo lengi að þær trúa því sem karlmenn hafa um þær að segja,“ sagði hún í kraftmikilli þakkarræðiu sem má sjá hér fyrir neðan.

Þær trúa að þær þurfi að styðja karl til að klára verkið. Það eru góðir karlar þarna úti sem er þess virði að styðja en ekki vegna þess að þeir eru karlar. Heldur vegna þess að þeir eru þess virði.

Það var ekki þurrt auga í salnum þegar Madonna hvatti konur til að styðja hver aðra. „Við þurfum að læra að meta hvers virði við sjálfar og aðrar konur erum. Leita til kvenna til að vingast við, læra af, sækja innblástur, vinna með og styðja.“

Horfðu á þessa mögnuðu ræðu hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram