Elítan horfir á HM í hægindastólum

Hin svokallaða elíta í Katar situr í hægindastólum á leikjunum á HM í handbolta. Þetta kemur fram í pistli íþróttafréttamannsins Þorsteins Hauks Harðarssonar á vefnum Sport.is. Mætingin á leikina virðist ekki vera sérstök miðað við það sem sést í beinum útsendingum.

Þorsteinn Haukur er staddur í Katar og tók saman tíu staðreyndir sem hann segir að Evrópubúar gætu átt bágt með að trúa:

Á sama tíma og „elítan“ í landinu situr í Lazy boy stólum og skálar í rándýru kampavíni. Á HM leikjunum eru einstaklingar sem vinna við að þurrka hendurnar á fólki sem hefur lokið sér af á almenningssalernum. Tekið skal fram að fyrir árslaun þeirra mætti kaupa í mesta lagi eina kampavínsflösku ofan í elítuna.

Á meðal þess sem kemur fram í pistli Þorsteins er að bannað var að spila tónlist á opinberum stöðum í þrjá daga eftir að Abdullah bin Abdulaziz, kongungur Sádí-Arabíu, lést.

Sjá einnig: Farandverkafólki greitt fyrir að mæta á leiki í Katar

Auð sæti eru algeng sjón á lekjunum í HM í handbolta en farandverkafólki greitt fyrir að mæta á íþróttaviðburði í Katar. Gríðarleg uppbygging á íþróttaaðstöðu hefur staðið yfir í landinu undanfarin ár og hafa framkvæmdirnar kostað þúsundir farandverkamanna frá Asíu og Afríku lífið.

Næsti leikur Íslands á HM er á móti Dönum á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram