Engar ferðir – engin jól

Vefsíðan Öryrki.is hefur sent frá sér nýjan skets í tilefni jólanna. Ádeilan leynir sér ekki í sketsinum sem talar beint inn í umræðuna um ferðaþjónustu fatlaðra. Sketsinn má sjá neðar í fréttinni.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum vefsíðunnar eru ráðamenn hvattir til að fella niður þá takmörkun ferða sem á að taka gildi nú um áramótin hjá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu:

60 ferðir er ein ferð á dag fram og til baka í einn mánuð. Hvað myndu þeir farþegar sem taka Strætó segja ef þeir fengu bara 60 ferðir á mánuði? Það yrði allt brjálað… Við viljum enga mismunum og við teljum það mismunun þegar farþegar ferðaþjónustu fatlaðra (sem er rekin af Strætó) fá einungis 60 ferðir á mánuði þegar aðrir farþegar Strætó lifa ekki við slíkar takmarkanir.

Auglýsing

læk

Instagram