Fimm hlutir sem Gústaf Níelsson hefur að segja um unga Sjálfstæðismenn og ungt fólk almennt

Gústaf Níelsson spjallaði við Frosta og Mána í Harmageddon í morgun. Gústaf fór um víðan völl en hafði ekkert sérstaklega fallega hluti að segja unga Sjálfstæðismenn og ungt fólk almennt.

Nútíminn tók saman nokkur ummæli Gústafs um ungt fólk og skreytti með myndum af köttum. Vegna þess að, af hverju ekki?

 

„Það má eiginlega segja það og segir auðvitað allt um það hvað þessu unga fólki, ekki bara í Sjálfstæðisflokknum heldur almennt í þessu landi, hvað það hefur orðið lítið umburðarlyndi og lítinn skilning á mikilvægi tjáningarfrelsins ef einhver er að bera fram skoðanir sem að eru þeim ekki að skapi.“

„Hvað erum við að apa upp þessa orðræðu eftir vinstrimönnum? Í gamla daga þegar ég var ungur maður og við vorum að berjast við vinstri mennina hérna í kringum 1970, þá datt okkur ekki í hug, ungu mönnunum í Sjálfstæðisflokknum, að fara að taka undir sjónarmið vinstri mannanna — við bara börðum á þeim.“

grumpycat

„Núna er þetta bara orðið þannig að þetta eru krakkar sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þetta er alveg skelfing að horfa upp á þetta.“

877416

„Mér finnst illa fyrir mínum gamla, góða flokki komið með þennan mannskap innanborðs. Enda er það nú bara þannig að ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins er nú hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún var þegar ég var þar innanborðs.“

gif-grumpy-cat-gifs

„Menn grípa til þess ráðs, eða telja sjálfum sér trú um það, að það sé hægt að dubba upp unga, óreynda stúlku í það að vera ritari flokksins og ýta til hliðar þrautreyndum þingmanni til margra ára, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, í því skyni að auka fylgi flokksins á meðal ungs fólks. Hér eru menn náttúrulega ekki bara blindir öðru auganu, þeir eru blindir á báðum.“

angry-cat-gif-tumblr-i14

Hér má hlusta á viðtali við Gústaf.

Auglýsing

læk

Instagram